Vélarhlutar

En viđ skulum skođa nokkra hluti nánar. Kerti Kertiđ gefur neistann sem kveikir í eldsneytisblöndunni til ađ bruni verđi.  Neistinn verđur ađ koma

Vélarhlutar

En við skulum skoða nokkra hluti nánar.

Kerti

Kertið gefur neistann sem kveikir í eldsneytisblöndunni til að bruni verði.  Neistinn verður að koma á hárréttu augnabliki, annars gengur vélin illa eða ekki neitt.

Lokar eða ventlar

Sog- og útblástursventlar opna á réttum tíma til að hleypa inn eldsneyti eða losa um reyk af brunanum.  Takið eftir að báðir lokarnir eru lokaðir við þjöppun og bruna og því er brunarýmið alveg lokað á meðan.

Stimpill

Stimpillinn er hringlaga málmstykki sem hreyfist upp og niður innan í strokknum.

Stimpilhringir

Stimpilhringirnir eru þétting milli ytri brúnar stimpils og strokkveggsins.  Þeir gera tvennt:  Þeir koma í veg fyrir að eldsneytisblandan í brunahólfinu leki niður í olíupönnuna og þeir koma í veg fyrir að smurolían sem er í olíupönnunni nái að sullast upp í brunahólfið en þar myndi hún brenna og vélin að lokum verða smurolíulaus. 

Gamlir bílar brenna smurolíu vegna þess að vélin er orðin slitin og hringirnir hættir að þétta eins vel og þeir gerðu í upphafi.  Þar sem bensín getur lekið niður í olíupönnuna þegar stimpilhringirnir eru orðnir slitnir, er nauðsynlegt að fylgjast með gæðum smurolíunnar og ef það er komin bensínlykt af henni eða hún orðin stöm, verður að skipta um hana.

Stimpilstöng

Þessi stöng tengir stimpilinn við sveifarásinn.  Hún er með snúningslegu í báðum endum til að geta hallast þegar stimpillinn hreyfist og sveifarásinn snýst.

Sveifarás

Sveifarásinn breytir "upp og niður hreyfingu" stimplanna í hringlaga hreyfingu.

Olíupanna

Olíupannan er utan um sveifarásinn.  Í honum er geymd sú smurolía sem vélin notar en henni er dælt þaðan upp um alla vélina og svo lekur hún aftur niður eftir göngum inni í blokkinni.  Hún er alltaf á hreyfingu á meðan vélin er í gangi.