Vélar

Ţegar viđ heyrum talađ um vélar, dettur okkur sjálfsagt flestum í hug vélar eins og eru í bílum eđa skipum.  Kannski hugsa einver fyrst um rakvélar eđa

Vélar

Þegar við heyrum talað um vélar, dettur okkur sjálfsagt flestum í hug vélar eins og eru í bílum eða skipum.  Kannski hugsa einver fyrst um rakvélar eða flugvélar, myndavélar eða borvélar, og það sýnir okkur hversu víðtækt orðið "vél" í raun og veru er því allt eru þetta vélar.

Vél er nefnilega allt það sem við höfum fundið upp til að framkvæma vinnu fyrir okkur.  Og þá komum við að hugtakinu "vinna."

Það er eins og vél, nokkuð víðtækt og er oftast notað sem samheiti við starf en það merkir þó ýmislegt annað.   Í eðlisfræði (vélfræði er að stórum hluta eðlisfræði) merkir vinna það að beita krafti til að færa hlut úr stað og við mælum vinnu í einingunni Joule sem er táknuð með J.

Það gefur augaleið að okkur eru mikil takmörk sett þegar kemur að því að hreyfa alla þá þungu hluti sem eru allt í kringum okkur og einmitt þess vegna hefur maðurinn þróað allskyns vélar til að létta sér vinnuna sem þarf að framkvæma. 

Vélar létta okkur vinnu með því að breyta stærð og stefnu þess krafts beitt er við vinnuna.

Tvennskonar kraftar koma alltaf við sögu þegar vél er notuð:

Sá kraftur sem beitt er á vélina kallast inntakskraftur og það kallast vinna þegar þessi kraftur er lagður til vélarinnar.  Þá vinnu köllum við inntaksvinnu.

Vinna sem vél vinnur kallast úttaksvinna og hún er notuð til að yfirvinna þann kraft sem vélin þarf að fást við.  Sá kraftur kallast skilakraftur.

Eðlisfræðijafnan fyrir vinnu er ,W = F * s,  þar sem W þýðir vinna, F er kraftur og s sú vegalengd sem hluturinn færðist úr stað.

Hérna er örstutt könnunarpróf sem þú skalt taka.