Sprengihreyfill

Lögmáliđ ađ baki sprengihreyfli er ekki flókiđ:  Ef ţú kemur fyrir litlu magni af há-orku eldsneyti (eins og bensíni) í litlu, lokuđu rými og kveikir í

Sprengihreyfill

Lögmálið að baki sprengihreyfli er ekki flókið:  Ef þú kemur fyrir litlu magni af há-orku eldsneyti (eins og bensíni) í litlu, lokuðu rými og kveikir í því, losnar gífurleg orka úr læðingi í formi gass sem þenst hratt út.  Með orkunni sem myndast, gætir þú skotið kartöflu 200 metra upp í loftið, en hver nennir því?  En það er hægt að nota orkuna til áhugaverðari hluta en að skjóta kartöflum út í loftið.  Ef þú til dæmis byggir til eitthvað sem myndi kveikja í svona orkuboltum aftur og aftur, mörghundruð sinnum á mínútu jafnvel, og gætir svo nýtt orkuna til einhvers gagns, værir þú kominn með eitthvað í áttina að bílvél í hendurnar.

 Í næstum því öllum bílum er þessi aðferð notuð til að knýja þá áfram og vélarnar sem það gera, kallast fjórgengisvélar.  Aðferðin kallast Ottó-hringurinn, í höfuðið á Nikolaus Otto sem fann hann upp árið 1867.  Við tölum um slög og eru þau útskýrð á mynd 1.  Þau heita:

 Sogslag

Þjappslag

Aflslag

Útblástursslag

 

Mynd 1

Skýringar við mynd 1:


A.  Soglogi og rockerarmur (vippuarmur)
B.  Ventlalok
C.  Soggrein
D.  Hedd (head)
E.  Kælivökvi
F.  Vélarblokk
G.  Olíupanna
H.  Smurolía
I.  Knastás
J.  Útblástursloki og rockerarmur (vippuarmur)
K.  Kerti
L.  Útblástursgrein (eldgrein)
M.  Stimpill
N.  Stimpilstöng
O.  Sveifarlega
P.  Sveifarás

 

 Á myndinni sérðu að hlutur sem kallast stimpill er festur við sveifarásinn með stimpilstönginni.  Eftirfarandi gerist þegar sveifarásinn snýst:

 

 1.  Stimpillinn byrjar í toppi, sogventillinn er opinn og svo hreyfist stimpillinn niður og blanda af bensíni og lofti sogast inn í rýmið sem myndast.  Þetta kallast sogslag.  Það þarf einungis pínulítinn dropa af bensíni saman við loftið til að búa til eldfima blöndu .

2.   Næst hreyfist stimpillinn aftur upp og þjappar saman eldsneytisblöndunni.  Það kallast þjappslag.

3.  Þegar stimpillinn er kominn upp í topp á nýjan leik, sendir kertið frá sér lítinn neista sem kveikir í eldsneytisblöndunni.  Þá verður til gas sem þenst út og þrýstir stimplinum niður.  Þetta heitir aflslag.

4.  Þegar stimpillinn er kominn í neðstu stöðu, opnast útblásturslokinn, stimpillinn fer upp og ýtir brunnu loftinu út í pústukerfi bílsins.  Það kallast útblástursslag.

Og þá er allt tilbúið í annan hring.

Hreyfing stimplanna er línuleg (beint upp og niður) en sveifarásinn breytir henni í hringlaga hreyfingu og þannig kemur hún út úr vélinni og helst þannig alveg út í hjól sem snúast og ýta bílnum áfram í línulaga hreyfingu.

En nú skulum við skoða hlutina sem vinna saman til að þetta geti allt átt sér stað og við byrjum á strokkunum.

Kjarni vélarinnar er strokkurinn (strokkarnir) en inni í honum hreyfist stimpillinn upp og niður.  Strokkurinn er í raun og veru rör sem hefur verið slípað afskaplega vel að innan.  Vélin sem við lýstum áðan, hefur einn strokk en slíkt er algengt í t.d. sláttuvélum.  Flestar bílvélar hafa þó fjóra eða fleiri strokka (yfirleitt fjóra, sex eða átta þótt þrír, fimm, tíu og tólf þekkist líka).  Í fjölstrokkavél er strokkunum yfirleitt komið fyrir á þrjá vegu; annað hvort í beinni línu, í V eða þeir liggja flatir.Allt hefur þetta kosti og galla hvað varðar gang, framleiðslukostnað og lögun.  Vélarnar henta þar af leiðandi til mismunandi notkunar.  

Núna skaltu taka könnunarprófið sem er hérna.