Rafbílar

Rafbílar fá orkuna úr rafhlöđu (rafgeymi) en hún er hlađin međ ţví ađ stinga henni í samband viđ tengil í húsunum okkar eđa á ţar til gerđri hleđslustöđ. 

Rafbílar

Rafbílar fá orkuna úr rafhlöðu (rafgeymi) en hún er hlaðin með því að stinga henni í samband við tengil í húsunum okkar eða á þar til gerðri hleðslustöð.  Þegar við ökum svo af stað, er orkan frá rafhlöðunni notuð til að snúa rafmótor.

Rafhlaða er búin til með því að setja saman efnasellur sem hver um sig breytir efnaorku í raforku (oft 2V hver). 

Þó að blý/sýru rafgeymirnn (rafhlaðan) hafi verið algengust í rafknúnum farartækjum fram undir síðustu aldamót, er nýjasta kynslóð rafhlaða búin til með lithium (Li-lon) og lithilum fjölliðu (Li-Poly) rafsellum.  Þær eru mikil framför frá gömlu rafgeymunum hvað varðar afköst og endingu og bílar geta nú ekið mun lengra en áður á einni hleðslu.

Fyrsta kynslóð rafbíla notaði jafnstraumsmótora (DC) en núna breyta bílarnir jafnstraumnum í riðstraum (AC) og knýja með honum span-mótora.  Með því fæst betri nýtni, meira afl miðað við þyngd og viðhald verður minna.  En það eru líka ókostir; þetta er dýrt og rafbúnaðurinn verður flóknari.

Sumir rafbílar eru útbúnir þannig að rafgeymarnir hlaðast þegar stigið er á bremsuna og það getur aukið drægni bílsins um allt að 20%.

Það er mikill munur á því að keyra rafbíl eða hefbundinn bíl með sprengihreyfli.  Þeir eru líkari sjálfskiptum bílum en beinskiptum að því leyti að bíllinn settur í „áfram“ (drive) og það er engin kúpling í honum.

Þegar „rafgjöfinni“ er ýtt niður, fer bíllinn af stað og það heyrist nær ekke rthljóð frá honum.  Þetta finnst mörgum óþægilegt.  Þegar hraðinn eykst, hverfur það litla vélarhljóð sem er til staðar vegna þess að það er yfirgnæft af vind- og dekkjahljóði sem verður meira áberandi eftir því sem hraðinn eykst.

Flestir rafbílar hafa mikla hröðun og mikið snúningsvægi (tourqe) og hafa alveg í fullu tré við bensínbíla í borgarumferð.  Sumir rafbílar eru hannaðir fyrir borgarumferð og ná því ekki mjög miklum hraða en svo eru líka til aðrir rafbílar sem komast hátt í 200 km hraða á klukkustund, t.d. Tesla bíllinn sem líka hefur meiri drægni en aðrir rafbílar.  Sá bíll nær 100 kílómetra hraða á klukkustund á 4 sekúndum.

Rafbílar blása ekki frá sér koltvísýringi eins og bílar sem brenna jarðefnaeldsneyti og þess vegna er talið líklegt að þeir verði algengari og muni að lokum leysa aðra bíla af hólmi.  Hinsvegar verður að líta til þess, að víða um heim er rafmagn framleitt með kolum eða öðrum efnum sem gefa frá sér koltvísýring við bruna og þess vegna þarf að meta þetta yfir lengri tíma.  Á Íslandi er allt rafmagn framleitt með vatnsorku eða jarðvarmaorku og þess vegna henta rafbílar vel hérna.

Annað sem gerir rafbíla vistvænni en bíla sem brenna bensíni eða dísilolíu er það að loftið í kringum þá verður hreinna og mengun t.d. í stórborgum verður mun minni fyrir vikið.

En hver er framtíðin?  Verðum við öll komin á rafbíla innan skamms eða heldur sprengihreyfillinn velli?