Nýtni véla

Bílvél brennir bensíni eđa dísilolíu en samheiti yfir ţađ er jarđefnaeldsneyti.  Vélin nýtir orkuna í eldsneytinu til ţess ađ snúa stálöxli.  Ásaflinu

Nýtni véla

Bílvél brennir bensíni eða dísilolíu en samheiti yfir það er jarðefnaeldsneyti.  Vélin nýtir orkuna í eldsneytinu til þess að snúa stálöxli.  Ásaflinu skilar hún út í hjólin sem hreyfa bílinn áfram.  Einnig notar vélin hluta af afli sínu til að framleiða rafmagn fyrir ljós og aðrar þarfir okkar í bílnum.

En hver er nýtni bensín- eða dísilvéla?  Hversu vel nýta þær orkuna til að hreyfa okkur áfram eftir veginum?

Vélin breytir efnaorku eldsneytisins í varmaorku sem svo aftur er breytt í hreyfiorku en hluti varmaorkunnar fer í formi hita út úr vélinni.  Við getum reiknað út nýtingarhlutfall vélarinnar.

Nýtni (%) = (nýtt orka við hjól / heildarorka eldsneytis inn í vél) * 100.

Ef tiltæk efnaorka er 270,000 J og hreyfiorkan sem fer út í hjól bílsins er 70,000 J þá verður dæmið svona:

Nýtni (70,000 / 270,000) x 100 = 25,9%.

Bensínvélar hafa nýtni á bilinu 20 - 30 %.

Dísilvélar hafa nýtni á bilinu 30 - 40 %.

Með öðrum orðum, þá skilar 60 - 80% orkunnar sér ekki út í hjólin til að drífa bílinn áfram.  En hvert fer hún þá?  68 - 72% "tapast" í vélinni sjálfri.  Mest fer í hita út um púströrið eða u.þ.b. 60% en hitt fer í að knýja dælur, núning og annað smálegt.  Einnig tapast um 5 - 6% orkunnar í drifbúnaði bílsins, þ.e.a.s. í gírkassa, drifi og öxlum.

Jarðaefnaeldsneyti er hlaðið efnaorku vegna þess að orkan í því leysist úr læðingi við blöndun súrefnis.  Eldsneytinu er brennt.

Önnur dæmi um efnorku eru rafhlöður og matur.

Rafhlaða breytir efnaorku í raforku og lifandi verur borða mat sem líkaminn fær úr orku til að komast af.