Dísilvélar

Dísilvélar og bensínvélar eru  nokkurn veginn eins.  Ţćr eru sprengihreyflar sem breyta efnaorku í hreyfiorku međ ţví ađ brenna blöndu af eldsneyti og

Dísilvélar

Dísilvélar og bensínvélar eru  nokkurn veginn eins.  Þær eru sprengihreyflar sem breyta efnaorku í hreyfiorku með því að brenna blöndu af eldsneyti og lofti.  Við munum hvernig það gerist, eftir kaflann um sprengihreyflana.

Á myndinni hér að neðan, sést hvernig dísilvél vinnur.  Ef þú berð hana saman við hreyfimyndina af bensínvélinni, sést munurinn á þeim.

Dísilvélin á myndinni er fjórgengisvél, rétt eins og bensínvélin sem við erum nýbúin að skoða.  Slögin fjögur heita sömu nöfnum:

Sogslag – Sogventillinn opnar, hleypir inn lofti og stimpillinn fer niður.

Þjappslag – Stimpillinn fer aftur upp og þjappar loftið.

Aflslag – Þegar stimpillinn er kominn í toppstöðu, er eldsneytinu (dísilolíu) sprautað inn á réttu augnabliki og vegna hitans á samþjappaða loftinu í brunahólfinu, kviknar í olíunni og loftinu svo stimpilinum  þrýst niður atfur.

Útblástursslag – Stimpillinn færist aftur upp og reyknum frá brunanum er blásið út um útblásturslokann.

Munum alltaf að í dísilvélinni er ekkert kerti sem slíkt en í sumum þeirra eru þó glóðarkerti sem forhita vélina fyrir gangsetningu og að hún tekur inn á sig loft áður en eldsneytinu er sprautað inn í brunahólfið.  Það er hiti samþjappaða loftsins sem kveikir í eldsneytinu. 

Í bensínvél er lofti og eldsneyti blandað saman áður en því er dælt inn í brunahólfin en í dísilvélum er lofinu fyrst dælt inn og það þjappað og síðan er eldsneytinu sprautað inn. 

Á eldri dísilvélum eru olíuverk, en það er dæla sem skammtar olíuna til vélarinnar.  Í olíverkinu eru jafnmargir litlir stimplar og strokkarnir eru á vélinni og það minnir á pínulitla vél.  Hver stimpill á olíverkinu dælir inn á eitt á brunahólf.  Þau eru tengd við vélina með tannhjólum eða reimum.  Olíuverkin þrýstu olíunni eftir rörum að spíssum sem opnuðust við tiltekinn þrýsting og sprautuðu þá olíunni inn í brunahólfið.

Á nýrri vélum er það sem kallast „common rail system“ en þá eru spíssarnir opnaðir með rafboðum og kerfið er tölvustýrt.  Þar er samt sem áður dæla sem er tengd vélinni og hún hefur það hlutverk að búa til þrýsting fyrir kerfið.

Í báðum kerfum er um mikinn þrýsting að ræða og þegar verið er að stilla spíssa, verður að gæta þess að olían sprautist ekki á húð því hún fer í gegnum hana og getur valdið miklu tjóni á líkamanum.

Dísilolía er jarðefnaeldsneyti, líkt og bensín, en nú er farið að gera tilraunir með að keyra dísilvélar á jurtaolíu.  Þá er bæði um að ræða olíu sem kemur úr plöntu sem kallast repja og er sérstaklega ræktuðð til þess arna, en einnig er farið að brenna notaðri matarolíu sem þá er blandað saman við díslilolíuna.  Þá getur verið gott að þekkja einhvern sem á veitingastað.