Heilsueflandi skóli

Stöđvarfjarđarskóli sótti um ţátttöku í ţróunarverkefninu Heilsueflandi grunnskóla  á skólaárinu 2012-2013.  Landlćknisembćttiđ stýrir undirbúningi,

Heilsueflandi skóli

Stöðvarfjarðarskóli sótti um þátttöku í þróunarverkefninu Heilsueflandi grunnskóla  á skólaárinu 2012-2013.  Landlæknisembættið stýrir undirbúningi, framkvæmd og mati verkefnisins. Auk Landlæknisembættisins eiga m.a. Samband íslenskra sveitarfélaga, Heimili og skóli, skólaheilsugæslan og menntasvið Reykjavíkur fulltrúa í ráðgefandi faghópi Heilsueflandi grunnskóla.

Fundur var haldinn í janúar 2013 þar sem stofnaður var stýrihópur og fyrsta verk hans var að útbúa áætlun fyrir komandi ár.

Í stýrihópnum sitja Guðrún Ármannsdóttir,  Jóna Petra Magnúsdóttir, Solveig Friðriksdóttir, Sara Jakobsdóttir og tveir fulltrúar nemenda.

Áætlun Stöðvarfjarðarskóla um heilsueflandi skóla:

2013 – 2014 mataræði og tannheilsa

2014 – 2015 heimili og nemendur

2015 – 2016 hreyfing og öryggi

2016 -  2017 geðrækt og nærsamfélag

2017 – 2019 lífsleikni og starfsfólk

Ágúst:

Farið verður yfir matseðil skólans ásamt matráðum og hann skipulagður í samræmi við markmið Lýðheilsustofnunar.

September:

Í byrjun september  verður nemendakynning þar sem verkefnið verður kynnt.  Farið verður yfir áætlun vetrarins varðandi mataræði og tannheilsu og nemendur hvattir til að taka fullan þátt í henni.

Kynna á verkefninu Heilsueflandi skóli fyrir foreldrum/forráðamönnum og nærsamfélagi.  

Fyrirlestur um mikilvægi hollra lífsvenja og hreyfingar.

Grænmetisbar fastur liður tvisvar í mánuði fyrir alla nemendur og starfsfólk.

Stýrihópur tryggir að allir nemendur fái flúorskolun einu sinni í viku út skólaárið.

Október og nóvember:

Karíus og Baktus og burstaprinsessan sýnd Yngsta stigi.

Fyrirlestur um mikilvægi góðs mataræðis fyrir Mið- og Elsta stig.

Febrúar:

Tannverndarvika fyrsta vika mánaðarins.

  • Ýmis fræðslumyndbönd
  • Heimsókn skólahjúkrunarfræðings
  • Verkefnavinna

Apríl – maí:

Heildarmat á framkvæmd og skipulagi vetrarins ásamt skýrslugerð um niðurstöður.